Innlent

Skora á ráðherra að endurskoða ákvörðun um að víkja Guðmundi úr nefnd

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands skorar á Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra, að endurskoða þá ákvörðun sína að víkja Guðmundi Steingrímssyni, alþingismanni, úr verkefnastjórn um notendastýrða persónulega aðstoð.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn ÖBÍ sendi frá sér í dag.

Guðmundi var vikið úr nefndinni á fimmtudag en hann var formaður hennar frá stofnun árið 2011.

Stjórn Öryrkjabandalagsins segist líta málið mjög alvarlegum augum enda hafi Guðmundur áunnið sér traust hagsmunaaðila fatlaðs fólks og því sé það vanhugsað að skipta um formann á þessum tímapunkti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×