Fótbolti

Diarra til Lokomotiv Moskva | Leikmannaflótti frá Anzhi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lassana Diarra
Lassana Diarra Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Lassana Diarra er genginn til liðs við Lokomotiv Moskva frá Anzhi Makhachkala og heldur því leikmaðurinn sig við rússnesku úrvalsdeildina.

Leikmaðurinn gekk í raðir Anzhi Makhachkala fyrir síðustu leiktíð frá Real Madrid en nú hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við Lokomotiv Moskva.

Diarra ku vera sjötti leikmaðurinn sem yfirgefur Anzhi Makhachkala á síðustu vikum en fjárhagsstaða félagsins mun ekki vera eins góð og áður var haldið.

Samuel Eto´o  er leikmaður hjá liðinu og mun hann vera launahæsti leikmaður heimsins í knattspyrnu en líklega mun framherjinn einnig yfirgefa liðið.

Willian hefur síðan einnig verið sterklega orðaður frá Anzhi Makhachkala yfir til Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×