Enski boltinn

Mourinho: Lambert minnir mig á sjálfan mig þegar ég var ungur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho og Paul Lambert.
Jose Mourinho og Paul Lambert. Mynd/NordicPhotos/Getty
Chelsea er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Jose Mourinho og Portúgalinn var ánægður eftir 2-1 heimasigur á Aston Villa í kvöld.

„Þetta var mjög erfiður leikur og það er útaf svona leikjum að ég hef saknað ensku úrvalsdeildarinnar. Við unnum flesta leiki á Bernabeu frekar auðveldlega og en þessi var mjög erfiður. Ég sagði við Paul Lambert að þeir hefðu átt skilið að fá eitt stig," sagði Jose Mourinho við BBC eftir leikinn.

„Þeir börðust mikið og spiluðu sinn leikstíl sem er ekki leikstíll sem ég vill spila. Þeir eiga mjög sérstakan leikmann í Christian Benteke og hann er stór strákur sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir eru líka hættulegir í skyndisóknunum," sagði Mourinho.

„Paul Lambert minnir mig á mig þegar ég var yngri. Núna kvarta ég yfir nokkrum atriðum en á hans aldri kvartaði ég líka yfir öllu. Paul kvartar yfir öllu eins og ég gerði. Benteke og Ivanivic eru tveir risar og þetta var bara 50/50 barátta um stöðu," sagði Jose Mourinho um hvort að Branislav Ivanovic hefði átt að fá rauða spjaldið áður en hann skoraði sigurmark Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×