Enski boltinn

Gott kvöld fyrir bæði Arsenal-liðin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Þetta var afar gott kvöld fyrir stuðningsmenn Arsenal því bæði lið félagsins unnu þá flotta sigra. Karlaliðið er komið með annan fótinn inn í Meistaradeildina eftir 3-0 útisigur á Fenerbahce og stelpurnar unnu stórsigur í úrvalsdeildinni.

Karlalið Arsenal vann 3-0 sigur á Fenerbahce í Sükrü Saracoglu gryfjunni í Istanbul en mörk liðsins skoruðu þeir Kieran Gibbs, Aaron Ramsey og Olivier Giroud.

Kvennalið Arsenal vann 6-0 sigur á botnliði Doncaster Belles en þessi þrjú stig koma Arsenal-liðinu upp í annað sætið tveimur stigum á eftir Katrínu Ómarsdóttur og félögum í Liverpool.

Danielle Carter og Stephanie Houghton skoruðu báðar tvö mörk fyrir Arsenal-liðið í kvöld en hin mörkin skoruðu þær Gilly Flaherty og  Jordan Nobbs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×