Enski boltinn

Ekki búið að selja Bale

Gareth Bale.
Gareth Bale.
Fjölmiðlar í Bretlandi hafa verið að halda því fram að Tottenham sé búið að ná samkomulagi við Real Madrid um sölu á Gareth Bale.

Stjóri Spurs, Andre Villas-Boas, segir að þær fréttir séu ekki réttar.

Ljóst þykir að ef Bale verður seldur þá verður hann dýrasti leikmaður allra tíma. Real Madrid hefur fram að mánaðarmótum til þess að kaupa Bale.

Bale hefur ekkert leikið með Spurs upp á síðkastið. Hann er sagður vera meiddur en fáir taka það trúanlegt.

Landsliðsþjálfari Wales sagði um daginn að Bale gæti ekki spilað þar sem hann væri ekki í andlegu ástandi til þess að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×