Lífið

Blóðugir á setti

Það var líf og fjör á setti kvikmyndarinnar The Expendables 3 í höfuðborg Búlgaríu, Sofiu, þegar ljósmyndari leit við í vikunni.

Þar mátti sjá nokkrar skærustu hasarstjörnur Hollywood, Sylvester Stallone, Jason Statham, Dolph Lundgren og Wesley Snipes, alblóðugar og því næsta víst að mikill hraði og hasar muni einkenna myndina.

Vöðvatröll ræða málin.
Meðal annarra leikara í myndinni eru Antonio Banderas, Harrison Ford og Mel Gibson sem koma í stað Bruce Willis sem bað um alltof há laun fyrir leik sinn í myndinni. The Expendables 3 kemur í kvikmyndahús um mitt næsta ár og bíða aðdáendur þessara ofurtöffara í ofvæni eftir kvikmyndinni.

Léttur Lundgren.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.