Almannavarnanefndir í viðbragðsstöðu Kristján Hjálmarsson skrifar 27. ágúst 2013 11:26 Óveðrið sem gekk yfir landið í fyrra olli miklum fjárskaða á Norðurlandi. Almannavarnanefndir frá Blönduósi austur á Seyðisfjörð eru í viðbrögðsstöðu vegna óveðursins sem ganga á yfir norðanvert landið á föstudag og laugardag. Gert er ráð fyrir illviðri - að mörgu leyti líku því sem gekk yfir landið í byrjun september í fyrra og hafði í för með sér mikinn fjárskaða á Norðurlandi. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafði í gær samband við lögregluembætti á Norður- og Austurlandi og í framhaldi voru haldnir samráðs- og upplýsingafundir með almannavarnarnefndum, sveitastjórum, bændum og fleirum. Samkvæmt veðurspá sem gerð var í morgun fyrir föstudag, gengur í norðvestan 18-23 m/s NV-til á landinu með mikilli rigningu, en snjókoma ofan 200-300 metra yfir sjávarmáli. Norðvestan og vestan 15-23 á SV- og S-landi og rigning. Mun hægari vindur á A-verðu landinu og úrkomulítið. Hiti frá 1 stigi síðdegis NV-til, upp í 12 stig austast. Á laugardaginn er spáð norðan og norðvestan 15-23 m/s fyrir hádegi, en hægari vindur NA-til. Talsverð eða mikil rigning N-til á landinu, en snjókoma í meira en 200-300 metra hæð yfir sjó. Úrkomulítið S-lands. Norðvestan 13-18 NA-til síðdegis með rigningu á láglendi, annars slyddu eða snjókomu, en dregur úr vindi og úrkomu V-til. Hiti 1 til 9 stig, kaldast í innsveitun N-til og frystir þar um nóttina. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er því sérstaklega beint til ferðaþjónustuaðila að þeir upplýsi viðskipavini sína um veðurspár og ráðleggi þeim frá ferðalögum á norðanvert hálendið um helgina. Miðað við veðurspár er líklegt að það snjói víða á fjallvegi og því sérstaklega mikilvægt að upplýsingar berist til ferðamanna sem eingöngu eru búnir bifreiðum til sumaraksturs. Þeir sem hyggja á ferðalög eru hvattir til að fylgjast vel með veðurútliti á heimasíðu Veðurstofunnar og færð á vegum á heimasíðu Vegagerðarinnar áður en haldið er af stað. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist náið með framvindunni í samvinnu við Veðurstofuna og miðlar upplýsingum á heimasíðu Almannavarna og á Facebooksíðu deildarinnar. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Almannavarnanefndir frá Blönduósi austur á Seyðisfjörð eru í viðbrögðsstöðu vegna óveðursins sem ganga á yfir norðanvert landið á föstudag og laugardag. Gert er ráð fyrir illviðri - að mörgu leyti líku því sem gekk yfir landið í byrjun september í fyrra og hafði í för með sér mikinn fjárskaða á Norðurlandi. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafði í gær samband við lögregluembætti á Norður- og Austurlandi og í framhaldi voru haldnir samráðs- og upplýsingafundir með almannavarnarnefndum, sveitastjórum, bændum og fleirum. Samkvæmt veðurspá sem gerð var í morgun fyrir föstudag, gengur í norðvestan 18-23 m/s NV-til á landinu með mikilli rigningu, en snjókoma ofan 200-300 metra yfir sjávarmáli. Norðvestan og vestan 15-23 á SV- og S-landi og rigning. Mun hægari vindur á A-verðu landinu og úrkomulítið. Hiti frá 1 stigi síðdegis NV-til, upp í 12 stig austast. Á laugardaginn er spáð norðan og norðvestan 15-23 m/s fyrir hádegi, en hægari vindur NA-til. Talsverð eða mikil rigning N-til á landinu, en snjókoma í meira en 200-300 metra hæð yfir sjó. Úrkomulítið S-lands. Norðvestan 13-18 NA-til síðdegis með rigningu á láglendi, annars slyddu eða snjókomu, en dregur úr vindi og úrkomu V-til. Hiti 1 til 9 stig, kaldast í innsveitun N-til og frystir þar um nóttina. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er því sérstaklega beint til ferðaþjónustuaðila að þeir upplýsi viðskipavini sína um veðurspár og ráðleggi þeim frá ferðalögum á norðanvert hálendið um helgina. Miðað við veðurspár er líklegt að það snjói víða á fjallvegi og því sérstaklega mikilvægt að upplýsingar berist til ferðamanna sem eingöngu eru búnir bifreiðum til sumaraksturs. Þeir sem hyggja á ferðalög eru hvattir til að fylgjast vel með veðurútliti á heimasíðu Veðurstofunnar og færð á vegum á heimasíðu Vegagerðarinnar áður en haldið er af stað. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist náið með framvindunni í samvinnu við Veðurstofuna og miðlar upplýsingum á heimasíðu Almannavarna og á Facebooksíðu deildarinnar.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira