Innlent

Efnavopnaárásir í heila öld

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Afleiðingar efnavopnaárása geta verið hrikalegar.
Afleiðingar efnavopnaárása geta verið hrikalegar.
Bandaríkin, Bretland og fleiri ríki á Vesturlöndum íhuga nú í fullri alvöru að gera loftárásir á Sýrland vegna efnavopnaárásar, sem margt bendir til að gerð hafi verið í úthverfum Damaskusborgar í síðustu viku.

Samkvæmt alþjóðalögum er öll notkun efnavopna í hernaði bönnuð, en allt frá árum fyrri heimsstyrjaldarinnar hefur slíkum vopnum stöku sinnum verið beitt, jafnan með skelfilegum afleiðingum.

Alþjóðlegt samkomulag um bann við notkun þeirra var gert árið 1968 og nú eiga 189 ríki aðild að þessu samkomulagi.

Sýrland er meðal fimm ríkja sem hvorki hafa undirritað né staðfest þennan samnin. Hin eru Angóla, Egyptaland, Norður-Kórea og Suður-Kórea. 

Tvö ríki hafa undirritað samninginn, en ekki staðfest hann, en þau eru Ísrael og Búrma.

Samkvæmt samningnum ber að vísa alvarlegum brotum til bæði allsherjarþings og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×