Innlent

Björgvin Arnar látinn eftir erfið veikindi

Björgvin Arnar Atlason.
Björgvin Arnar Atlason.
Björgvin Arnar Atlason, sex ára drengur sem barðist við illvíga sjúkdóma frá fæðingu, lést í gær á sjúkrahúsi.

Björgvin fæddist með afar sjaldgæfan genagalla,  Geleophysic dysplasia, og glímdi við mikil veikindi strax frá fæðingu. Hann fór meðal annars í þrjár hjartaaðgerðir, fimm hjartaþræðingar auk þess sem fjarlægja þurfti annað lungað vegna sýkingar. Björgvin þurfti einnig að fá sonduhnapp í magann vegna næringarleysis fyrir ári og þurfti á súrefni að halda allan sólarhringinn.

Aðstandendur fjölskylduskemmtunar sem halda átti í íþróttahúsinu að Sunnubraut í Keflavík á sunnudaginn til styrktar móður Björgvins, Ásdísar Gottskálksdóttur, ætla að halda sínu striki og halda skemmtunina þrátt fyrir andlát Björgvins. Þar koma fram ýmsir þekktir listamenn á borð við Sveppa, Björgvin Halldórsson, Eirík Fjalar, Valdimar og Jón Jónsson.

Nánari upplýsingar um fjölskylduskemmtunina má finna hér.

Ásdís Gottskálksdóttir, móðir Björgvins, verður í viðtali í Íslandi í dag á fimmtudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×