Innlent

"Ég hef aldrei greitt auðlegðarskatt"

Boði Logason skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Mynd/Stefán Karlsson
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist aldrei hafa greitt auðlegðarskatt og að ítrekuð skrif um annað séu einfaldlega röng.

Í DV í gær kom fram að Bjarni hafi greitt 2 milljónir króna í auðlegðaskatt í fyrra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 22 milljónir. Og á síðustu árum hafi þeir greitt tæplega 100 milljónir samtals í auðlegðarskatt.

Byrjað var að innheimta skattinn árið 2010, og leggst hann á einstaklinga sem eiga meira en 75 milljónir króna og á hjón sem eiga meira en 100 milljónir króna. Nú verður hætt að innheimta skattinn.

„Aðalatriði málsins er að þetta er skattur sem síðasta ríkisstjórn lagði á sem tímabundna ráðstöfun. Fjármálaráðherra í þeirri ríkisstjórn tók fram að ekki stæði til að framlengja skattinn. Þessi ríkisstjórn mun ekki breyta þeirri fyrirætlan,“ segir Bjarni á Facebook-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×