Innlent

Íbúar við Hofsvallagötu fögnuðu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Kristinn Fannar Pálsson íbúi við Hofsvallagötu bar upp tillögur á fundinum.
Kristinn Fannar Pálsson íbúi við Hofsvallagötu bar upp tillögur á fundinum. mynd/365

Í kvöld fór fram íbúafundur vegna breytinganna sem gerðar voru á Hofsvallagötu fyrr í sumar. Kristinn Fannar Pálsson íbúi við Hofsvallagötu var á fundinum. Hann sagði að fundurinn hefði leitt í ljós að fólk væri almennt andvígt þessum breytingum.

„Sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs byrjaði á að biðjast afsökunar á samráðsleysinu og sagði að þetta hefði ekki verið gert af ráðnum hug,“ segir Kristinn Fannar.

Kristinn Fannar bar upp þrjár tillögur á fundinum. Fyrsta tillagan var að að breytingarnar yrðu fjarlægðar við fyrsta tækifæri og brast út mikill fögnuðu meðal íbúa þegar sú tillaga var kynnt. Hinar tillögurnar snúast um breytingar á þessari útfærslu sem gerð var.

„Íbúarnir staðfestu það sem við óttuðumst, að umferð hefði aukist um hliðargöturnar og að íbúarnir finni fyrir auknum umferðarþunga um litlu göturnar og telja þeir þetta vera áhyggjuefni,“ segir Kristinn Fannar.

Niðurstaða fundarins var að það yrði sett á laggirnar samráðsnefnd með íbúum og hönnuðum verksins.

„Ég vil taka það fram að ég var mjög ánægður með niðurstöðu fundarins og ég er viss um að það á eftir að koma margt gott upp úr þessu.“  
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.