Innlent

Árás á Sýrland yfirvofandi

Gunnar Valþórsson skrifar
Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna segir engan vafa á leika að sýrlenska stjórnin hafi notað efnavopn.
Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna segir engan vafa á leika að sýrlenska stjórnin hafi notað efnavopn.
Árás vesturveldanna á Sýrland með Bandaríkin í broddi fylkingar virðist nú yfirvofandi.

Ráðamenn í Bandaríkjunum koma hver á fætur öðrum með yfirlýsingar í þá áttina og í gærkvöldi sagði Joe Biden varaforseti engan vafa leika á því að sýrlenska stjórnin hafi notað efnavopn og að fyrir það verði hún að svara til saka.

Í gær sagði varnarmálaráðherrann Chuck Hagel að herinn væri í viðbragðsstöðu og stjórnvöld í löndum á borð við Frakkland og Bretland hafa talað á líkum nótum. Eftirlitsflokkur frá Sameinuðu þjóðunum hefur rannsókn sína á ný í dag á svæðinu fyrir utan Damaskus þar sem sagt er að tæplega fjögurhundruð manns hafi fallið í efnavopnaárás. Rannsókninni varð að fresta í gær þar sem ekki tókst að tryggja öryggi hópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×