Innlent

Sprengingar í Baghdad

Jakob Bjarnar skrifar
Bílasprengja í Baghdad.
Bílasprengja í Baghdad.
Hrina sprenginga í Baghdad hafa grandað 16 manns og sært 85, nú í morgun, að sögn lögreglu og læknaliðs.

Ofbeldið hefur færst í vöxt í landinu í sumar og í júlímánuði einum saman féllu þúsund manns í árásum. Þetta er mesta alda ofbeldis í Írak undanfarin fimm ár. Skæðasta árásin í morgun var í Kadhimiya, sem er svæði sem liggur norðvestarlega í borginni. Þar féllu fimm og 30 særðust alvarlega í mikilli sprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×