Innlent

Hraðbát Skúla stolið: Býður hálfa milljón í fundarlaun

Haraldur Guðmundsson skrifar
Báturinn er að sögn Skúla hvítur með blágráum mjóum röndum og af gerðinni Champion Allante S565.
Báturinn er að sögn Skúla hvítur með blágráum mjóum röndum og af gerðinni Champion Allante S565.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, býður þeim sem geta upplýst hvar hraðbátur hans er niðurkominn hálfa milljón króna í fundarlaun.

Bátnum, sem er hvítur með blágráum mjóum röndum og af gerðinni Champion Allante S565, var stolið, ásamt öðrum hlutum í eigu Skúla, úr læstum skúr í Hvammsvík í Hvalfirði um síðustu helgi.

„Við kölluðum til lögreglu og hún tók skýrslu og málið er í vinnslu hjá þeim. En ég vildi einnig bjóða fundarlaun og vonast ég til að geta greitt fundarlaunin út sem fyrst. Því hvet ég alla til að hafa augun opin,“ sagði Skúli í samtali við blaðamann Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×