Innlent

Ljósleiðari milli Reykjavíkur og Hveragerðis slitnaði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ljósleiðari milli Reykjavíkur og Hveragerðis slitnaði
Ljósleiðari milli Reykjavíkur og Hveragerðis slitnaði Mynd/Vilhelm Gunnarsson.
Ljósleiðari Mílu milli Reykjavíkur og Hveragerðis slitnaði um klukkan hálf tvö í dag.

Í tilkynningu frá Mílu segir að bilanagreining standi yfir og að viðgerð muni hefjast um leið og þeirri greiningu ljúki.

Hjá Vodafone fengust þær upplýsingar að notendur fyrir austan fjall geti hugsanlega orðið varir við truflanir á net- og símasambandi vegna þessa. Hjá Símanum fengust þær upplýsingar að fólk gæti fundið fyrir truflunum á netsambandi í gegnum farsíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×