Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, gagnrýndi Gareth Bale á blaðamannafundi í Lundúnum í gær.
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að velski landsliðsmaðurinn gangi í raðir Spurs. Bale mætti ekki á æfingu hjá Tottenham í gær sem að Villas-Boas var ekki sáttur við.
„Ég gaf honum frí um helgina og leikmennirnir fengu allir hvíld á mánudag. Hann er miðpunkturinn í stórum félagaskiptum til Real Madrid. Ef af þeim verður óska ég honum alls hins besta enda eigum við góðar minningar frá veru hans hér," sagði Villas-Boas sem þó var ekki hættur.
„Að hann hafi ekki mætt á æfingu er hegðun sem ég er ekki sáttur við. Það hlýtur að vera fylgifiskur álagsins sem hann er undir eða skýr skilaboð hans til okkar. Þeir völdu að gera þetta svona. Það er í höndum félagsins að meta hvort ástæða sé til þess að sekta hann."
Spurs mætir Dinamo Tibilisi í umspili um sæti í Evrópudeildinni í kvöld. Lundúnaliðið vann 5-0 sigur í fyrri leiknum ytra og leikurinn í kvöld því formsatriði.
Villas-Boas ósáttur með hegðun Bale
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
