Innlent

Hraðbátur Skúla fundinn

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hraðbátur Skúla, sem er af gerðinni Champion Allante S565, er fundinn.
Hraðbátur Skúla, sem er af gerðinni Champion Allante S565, er fundinn.
Búið er að finna hraðbát Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air,  sem stolið var í Hvammsvík í Hvalfirði um síðustu helgi.

Skúli tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu og þakkaði fyrir aðstoð lögreglu og þeirra sem höfðu komið með ábendingar um hvar báturinn gæti verið niðurkominn.

Aðspurður um hvort einhver fái fundarlaunin sem Skúli hafði lofað, hálfa milljón íslenskra króna, svarar Skúli að lögreglan sé nú með málið í rannsókn og að henni lokinni muni skýrast hver eða hverjir fái fundarlaunin.

„Ef enginn fær verðlaunin þá mun ég láta þau renna í eitthvað gott málefni sem lögreglan fær að velja enda stóðu þau sig ótrúlega vel!,“ segir Skúli.

Eins og Vísir greindi frá í gær var bátnum, sem er af gerðinni Champion Allante S565, stolið, ásamt öðrum hlutum í eigu Skúla, úr læstum skúr í Hvammsvík í Hvalfirði.

Skjáskot af Facebook-síðu Skúla Mogensen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×