Innlent

Ökumaður veittist ítrekað að vinkonu sinni

Lögreglan hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi.
Lögreglan hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi.
Lögregla þurfti að hafa afskipti af ökumanni bifreiðar í austurborginni í gærkvöldi sem veittist ítrekað að vinkonu sinni sem var farþegi í bifreiðinni.

Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var sviptur ökuréttindum. Hann gisti fangageymslur í nótt og er nú búið að yfirheyra hann og sleppa úr haldi. Vinkonan lagði ekki fram kærur.

Alls fjórir ökumenn voru stoppaðir í gærkvöldi og síðastliðna nótt á höfuðborgarsvæðinu, grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×