Innlent

Búist við töfum á umferð um Þverárfjall

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Smölunin fylgir í kjölfar óveðursviðvörunar Veðurstofu fyrir Norðurland næstu tvo daga.
Smölunin fylgir í kjölfar óveðursviðvörunar Veðurstofu fyrir Norðurland næstu tvo daga. mynd/vilhelm
Búast má við töluverðum töfum á umferð um Þverárfjall til klukkan 23 í kvöld vegna fjárreksturs um Norðurárdal, nánar tiltekið frá Þverá niður að Skrapatungurétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Blönduósi og í Skagafirði.

Smölunin fylgir í kjölfar óveðursviðvörunar Veðurstofu fyrir Norðurland næstu tvo daga. Vegfarendum er vinsamlegast bent á að fara um Vatnsskarð í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×