Innlent

Fjórir á slysadeild eftir harðan árekstur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd/vilhelm
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Þúsaldar og Víkurvegar í Grafarholti um klukkan níu í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, sem er enn á vettvangi, er ekki vitað hvort fólkið var í bílbeltum en ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×