Innlent

Ógnaði starfsfólki Apóteksins með hnífi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð og verður hann yfirheyrður við fyrsta tækifæri.
Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð og verður hann yfirheyrður við fyrsta tækifæri.
Maður vopnaður hnífi ruddist inn í Apótekið í Spönginni um klukkan 18.30 í kvöld og ógnaði starfsfólki. Lögreglan mætti á vettvang stuttu síðar og náði að yfirbuga og afvopna manninn, sem þá var kominn með nokkuð magn lyfja í poka.

Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð og verður hann yfirheyrður við fyrsta tækifæri. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi við handtökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×