Konur flykkjast í kynlífsferðir til Kenía Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. ágúst 2013 10:21 Ásrún Bjarnadóttir skrifaði ritgerðina um kynlífsferðir til Kenía. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdarstjóri Bíó Paradísar segir Paradise: Love, afar áhugaverða. mynd/365 „Það er alltaf að færast í aukana að konur fari til Kenía í svokallaðar kynlífsferðir,“ segir Ásrún Bjarnadóttir mannfræðingur sem dvaldi í Kenía í fimm vikur við rannsóknir. Ásrún skrifaði ritgerð sem ber nafnið Kynlífsferðir kvenna í Kenýa: Vændi eða rómantík? „Það hefur verið mjög vinsælt, hjá bæði körlum og konum, að fara í svokallaðar kynlífsferðir til Mombasa í Kenía,“ segir Ásrún. „Þetta eru aðallega konur frá Þýskalandi sem fara í þessar ferðir en líka konur frá öðrum Evrópulöndum. Til dæmis hefur verið mikil uppbygging Ítala í bæ rétt utan við Mombasa, þar sem hótelin og veitingastaðirnir eru að miklu leyti til í eigu Ítala og þangað sækja mikið af ítölskum konum.“ Strákarnir sem evrópsku konurnar sækja í eru kallaðir „beach boys“ eða strandastrákar og hafast aðallega við á ströndunum þar sem konur koma til að hitta þá. „Svo fer það eftir því hvernig fólk smellur saman hvað þau eyða miklum tíma saman. En flestar konurnar eru að leita sér að félaga til að vera með allan tímann sem þær dvelja í Kenía,“ segir Ásrún. „Konurnar fara oftast einar í þessar ferðir, þær eru ekki að taka vinkonur sínar eða fjölskyldu með sér.“ Að sögn Ásrúnar eru strákarnir yfirleitt á aldrinum 18 til 26 ára þó dæmi séu um að þeir séu eldri. Konurnar eru á miðjum aldri, yfirleitt um fimmtugt. „Þeir þiggja ekki hefðbundnar peningagreiðslur eins og yfirleitt tíðkast í vændi. Greiðslurnar fara þannig fram að konurnar sjá um að halda þeim uppi þann tíma sem þau eyða saman og svo senda þær strákunum peninga þegar heim er komið,“ segir Ásrún. Gríðarleg aukning hefur orðið í slíkum kynlífsferðum. „Sumir fræðimenn vilja meina að það sé meira af konum en körlum sem fara í kynlífsferðir til Kenía. En miðað við það sem ég sá og heyrði held ég að það séu fleiri karlar þarna í kynlífsferðum en konur.” Að sögn Ásrúnar er frjálsyndið í Mombasa meira en gengur og gerist. „Þar er einhvern veginn allt leyfilegt og enginn að dæma neinn fyrir eitt né neitt. Fimmtugar konur geta gengið um með tvítugan strák upp á arminn án þess að nokkur gefi þeim hornauga. Ég held að konurnar átti sig alveg á því að þetta sé ekki í lagi, þær fara allavega oftast einar í þessar ferðir. En þær konur sem ég talaði við ná að réttlæta þetta fyrir sér með einhverjum hætti.“ Bíómynd um „sykur-mömmur“ Á morgun, föstudaginn 16. Ágúst, verður myndin Paradise: Love, frumsýnd í Bíó Baradís. Í myndinni segir frá 50 ára gamalli konu Teresu, sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Í Kenía eru þessar konur þekktar sem „sykur-mömmur” „Þessi mynd er að miklu leyti eins og heimildamynd og hún leiðir mann inn í heim sem að manni hefði aldrei dottið í hug að væri til,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri í Bíó Paradís. Hrönn segir myndina uppfulla af vandræðalegum atriðum en líka fallegum senum úr þessu afríska landslagi. Myndin er mjög áhugaverð fyrir alla þá sem hafa áhuga á þessum hlutum og einnig þeim sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og kvikmyndatöku. „Það er áhugavert að sjá hvernig hlutunum er snúið á haus. Vændi er yfirleitt í hina áttina, karlar sem kaupa konur. Í þessari mynd sér maður vel hvernig þetta er öðruvísi þegar konur eru að kaupa vændi af karlmönnum. Þær eru með allt öðruvísi þarfir að þessu leyti, miklu tilfinningalegri þarfir sem gerir þetta snúið, segir Hrönn. Paradise: Love er fyrsta myndin í Paradísar þríleik leikstjórans Ulrich Seidl. Seinni myndirnar Paradise: Hope og Paradise: Faith verða einnig sýndar í Bíó Paradís á árinu. Myndin var tilnefnd til Palme d´Or verðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012. Myndin og leikarar myndarinnar hafa fengið fleiri tilnefningar. Myndin var meðal annars valin besta kvikmynd ársins á Austurrísku kvikmyndaverðlaununum. Á sömu hátíð fékk hún jafnframt verðlaun fyrir leikstjórn og fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Það er alltaf að færast í aukana að konur fari til Kenía í svokallaðar kynlífsferðir,“ segir Ásrún Bjarnadóttir mannfræðingur sem dvaldi í Kenía í fimm vikur við rannsóknir. Ásrún skrifaði ritgerð sem ber nafnið Kynlífsferðir kvenna í Kenýa: Vændi eða rómantík? „Það hefur verið mjög vinsælt, hjá bæði körlum og konum, að fara í svokallaðar kynlífsferðir til Mombasa í Kenía,“ segir Ásrún. „Þetta eru aðallega konur frá Þýskalandi sem fara í þessar ferðir en líka konur frá öðrum Evrópulöndum. Til dæmis hefur verið mikil uppbygging Ítala í bæ rétt utan við Mombasa, þar sem hótelin og veitingastaðirnir eru að miklu leyti til í eigu Ítala og þangað sækja mikið af ítölskum konum.“ Strákarnir sem evrópsku konurnar sækja í eru kallaðir „beach boys“ eða strandastrákar og hafast aðallega við á ströndunum þar sem konur koma til að hitta þá. „Svo fer það eftir því hvernig fólk smellur saman hvað þau eyða miklum tíma saman. En flestar konurnar eru að leita sér að félaga til að vera með allan tímann sem þær dvelja í Kenía,“ segir Ásrún. „Konurnar fara oftast einar í þessar ferðir, þær eru ekki að taka vinkonur sínar eða fjölskyldu með sér.“ Að sögn Ásrúnar eru strákarnir yfirleitt á aldrinum 18 til 26 ára þó dæmi séu um að þeir séu eldri. Konurnar eru á miðjum aldri, yfirleitt um fimmtugt. „Þeir þiggja ekki hefðbundnar peningagreiðslur eins og yfirleitt tíðkast í vændi. Greiðslurnar fara þannig fram að konurnar sjá um að halda þeim uppi þann tíma sem þau eyða saman og svo senda þær strákunum peninga þegar heim er komið,“ segir Ásrún. Gríðarleg aukning hefur orðið í slíkum kynlífsferðum. „Sumir fræðimenn vilja meina að það sé meira af konum en körlum sem fara í kynlífsferðir til Kenía. En miðað við það sem ég sá og heyrði held ég að það séu fleiri karlar þarna í kynlífsferðum en konur.” Að sögn Ásrúnar er frjálsyndið í Mombasa meira en gengur og gerist. „Þar er einhvern veginn allt leyfilegt og enginn að dæma neinn fyrir eitt né neitt. Fimmtugar konur geta gengið um með tvítugan strák upp á arminn án þess að nokkur gefi þeim hornauga. Ég held að konurnar átti sig alveg á því að þetta sé ekki í lagi, þær fara allavega oftast einar í þessar ferðir. En þær konur sem ég talaði við ná að réttlæta þetta fyrir sér með einhverjum hætti.“ Bíómynd um „sykur-mömmur“ Á morgun, föstudaginn 16. Ágúst, verður myndin Paradise: Love, frumsýnd í Bíó Baradís. Í myndinni segir frá 50 ára gamalli konu Teresu, sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Í Kenía eru þessar konur þekktar sem „sykur-mömmur” „Þessi mynd er að miklu leyti eins og heimildamynd og hún leiðir mann inn í heim sem að manni hefði aldrei dottið í hug að væri til,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri í Bíó Paradís. Hrönn segir myndina uppfulla af vandræðalegum atriðum en líka fallegum senum úr þessu afríska landslagi. Myndin er mjög áhugaverð fyrir alla þá sem hafa áhuga á þessum hlutum og einnig þeim sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og kvikmyndatöku. „Það er áhugavert að sjá hvernig hlutunum er snúið á haus. Vændi er yfirleitt í hina áttina, karlar sem kaupa konur. Í þessari mynd sér maður vel hvernig þetta er öðruvísi þegar konur eru að kaupa vændi af karlmönnum. Þær eru með allt öðruvísi þarfir að þessu leyti, miklu tilfinningalegri þarfir sem gerir þetta snúið, segir Hrönn. Paradise: Love er fyrsta myndin í Paradísar þríleik leikstjórans Ulrich Seidl. Seinni myndirnar Paradise: Hope og Paradise: Faith verða einnig sýndar í Bíó Paradís á árinu. Myndin var tilnefnd til Palme d´Or verðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012. Myndin og leikarar myndarinnar hafa fengið fleiri tilnefningar. Myndin var meðal annars valin besta kvikmynd ársins á Austurrísku kvikmyndaverðlaununum. Á sömu hátíð fékk hún jafnframt verðlaun fyrir leikstjórn og fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira