Innlent

Flugdólgurinn í haldi

Gissur Sigurðsson skrifar
Flugdólgurinn gistir fangageymslur lögreglunnar í Keflavík.
Flugdólgurinn gistir fangageymslur lögreglunnar í Keflavík.
Íslenskur karlmaður gistir fangageymslur lögreglunnar í Keflavík og bíður yfirheyrslu, eftir að hann var handtekinn um borð í flugvél Icelandair, vegna óspekta þar.

Vélin var lögð af stað áleiðis til Seattle í Bandaríkjunum þegar maðurinn fór að láta ófriðlega og hundsaði öll tilmæli og  skipanir áhafnarinnar. Eftir klukkutíma flug ákvað flugstjórinn að snúa við og losa sig við manninn. Að sögn farþega í vélinni, sem hafði samband við fréttastofuna á meðan beðið var brottfarar á ný, reyndi maðurinn meðal annars að opna hurð á vélinni, sem getur verið stór hættulegt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×