Innlent

Flugdólgurinn í haldi

Gissur Sigurðsson skrifar
Flugdólgurinn gistir fangageymslur lögreglunnar í Keflavík.
Flugdólgurinn gistir fangageymslur lögreglunnar í Keflavík.

Íslenskur karlmaður gistir fangageymslur lögreglunnar í Keflavík og bíður yfirheyrslu, eftir að hann var handtekinn um borð í flugvél Icelandair, vegna óspekta þar.

Vélin var lögð af stað áleiðis til Seattle í Bandaríkjunum þegar maðurinn fór að láta ófriðlega og hundsaði öll tilmæli og  skipanir áhafnarinnar. Eftir klukkutíma flug ákvað flugstjórinn að snúa við og losa sig við manninn. Að sögn farþega í vélinni, sem hafði samband við fréttastofuna á meðan beðið var brottfarar á ný, reyndi maðurinn meðal annars að opna hurð á vélinni, sem getur verið stór hættulegt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.