Fótbolti

Leik lokið: Aktobe - Breiðablik 1-0 | Sigurmarkið í uppbótartíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Aktobe vann Breiðablik 1-0 á Tsentralny-vellinum í Aktobe í Kasakstan.

Um var að ræða fyrri viðureign liðana í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram fyrir framan 12800 manns.

Blikar voru virkilega þéttir í leiknum og gáfu fá færi á sér. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðbliks, átti stórleik og varði allt sem kom á markið. Það stefndi allt í markalaust jafntefli en þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma fékk Aktobe dæmda vítaspyrnu þegar Þórður Steinar braut á leikmanni Aktobe innan vítateigs. Blikar urðu æfir af reiði og fannst dómurinn rangur.

Þórður Steinar hljóp í raun fyrir aftan leikmann Aktobe sem var klókur og flækti sér utan í Blikann. 

Marat Khayrullin fór á punktinn og skoraði sigurmarkið en liðin mætast á ný á fimmtudaginn í næstu viku og þá á Laugardalsvelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×