Fótbolti

Stelpurnar okkar skildar útundan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenska liðið sem mætti Þjóðverjum á EM.
Íslenska liðið sem mætti Þjóðverjum á EM. Nordicphotos/AFP
Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið Evrópumóts kvennalandsliða í Svíþjóð.

Athygli vekur að af þjóðunum átta sem tryggðu sér farseðilinn í átta liða úrslit keppninnar var Ísland eina þjóðin sem átti ekki einn leikmann í úrvalsliðinu.

Nýkrýndir Evrópumeistarar Þjóðverja eiga sex leikmenn í úrvalsliðinu, Frakkar fimm, silfurlið Noregs fjóra leikmenn líkt og Svíar, Danir tvo leikmenn og Ítalía og Spánn hvort með sinn fulltrúa.

Nadine Angerer, markvörður Þýskalands, var kjörin besti leikmaður mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×