Fótbolti

Hannes á förum til Austurríkis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Þ. Sigurðsson hefur gert tveggja ára samning við austurríska úrvalsdeildarfélagið SV Grödig en hann var síðast á mála hjá Mjällby í Svíþjóð.

Hannes staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni í dag en samningur hans við Mjällby rennur út nú um mánaðamótin.

Hann á langan feril að baki og hefur til að mynda spilað í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Rússlandi, Kasakstan auk vitanlega Íslands. Hannes er 30 ára gamall sóknarmaður og á þrettán A-landsleiki að baki.

Grödig er nýliði í austurrísku deildinni og gerði markalaust jafntefli við Ried í fyrstu umferð á dögunum. Liðið leikur í samnefndum bæ sem er rétt við Salzburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×