Fótbolti

Kamerúnar fá að spila fótbolta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kamerúnar fagna marki Roger Milla gegn Kólumbíu á HM á Ítalíu 1990.
Kamerúnar fagna marki Roger Milla gegn Kólumbíu á HM á Ítalíu 1990. Nordicphotos/Getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA dró í dag tilbaka bann sem sett hafði verið á þátttöku landsliðs og félagsliða frá Kamerún í alþjóðaknattspyrnu.

Bannið náði einnig til dómara og annarra starfsmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar í Afríkuríkinu. Ástæða bannsins var sú að FIFA fannst stjórnvöld í Kamerún skipta sér um of af starfsháttum innan knattspyrnusambandsins þar í landi.

FIFA mun þó áfram fylgjast með gangi mála í Kamerún að því er Reuters greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×