Fótbolti

Falcao sagður hafa logið til um aldur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmiðill í Kólumbíu greinir frá því að stjörnuframherjinn Radamel Falcao sé ekki 27 ára heldur 29 ára.

Falcao er skráður 27 ára gamall hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu en í meintum grunnskólagögnum Kólumbíumannsins er fæðingarár hans skráð 1984. Samkvæmt því ætti hann að vera á 29. aldursári.

Enginn af stóru erlendu fótboltamiðlunum hafa enn sem komið er sýnt fréttinni áhuga og því ber að taka henni með fyrirvara. Ef rétt reynist var Falcao of gamall þegar hann var í sigurliði 21 árs landsliðs Kólumbíu í Suður-Ameríkukeppninni árið 2005.

Sömuleiðis má ætla að Monaco hafi greitt of háa upphæð fyrir framherjann enda styttra eftir af ferli hans en talið var í fyrstu.

Faðir Kólumbíumannsins er sagður blása á sögusagnirnar. Hann telur einfaldlega um prentvillu að ræða í gögnum grunnskólans sem Falcao gekk í.

Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en hún er á spænsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×