Fótbolti

Claudio Ranieri vill fá tíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Claudio Ranieri
Claudio Ranieri Mynd / Getty Images
Ítalinn Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Monaco, telur að liðið þurfi tíma til að verða franskur meistari en Monaco er í eigu forríkra aðila og hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar.

Monaco hefur fest kaup á Radamel Falcao, Joao Moutinho og James Rodriguez en stjórinn vill samt sem áður halda væntingum niðri fyrir komandi tímabil.

„Ég tel að það sé of snemmt að tala um liðið sem aðal keppinautur Paris Saint Germain,“ en PSG varð franskur meistari á síðustu leiktíð.

„PSG, Lyon og Marseille líta í raun öll betur út en við á þessum tímapunkti, það verður erfitt fyrir okkur að verða meistarar á næsta tímabili.“

„Ég verð að fá tíma. Við þurfum að byggja upp góðan hóp og sjá síðan til hvert það fer með okkur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×