Lífið

Myndir af Harry prins á Langjökli

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Harry æfir sig á Íslandi ásamt fríðu föruneyti.
Harry æfir sig á Íslandi ásamt fríðu föruneyti.
Harry Bretaprins var á Íslandi fyrr í mánuðinum þar sem hann var í æfingaferð á vegum góðgerðarsamtakana Walking with the Wounded. Góðgerðasamtökin styrkja fyrrum hermenn og beita sér fyrir því að fjármagna endurmenntun og þjálfun fyrir þá.

Á myndunum sést Harry ásamt fleiri göngugörpum á Langjökli við æfingar, en prinsinn stefnir á að ganga Suðurpólinn í nóvember.

Á vefsíðu Walking with the Wounded kemur einnig fram að leikarinn Dominic West, sem er best þekktur fyrir leik sinn í spennuþáttunum The Wire, hafi einnig komið hingað til lands í júlí í sama tilgangi.

Harry og félagar stóðu í ströngu á Langjökli, enda er ganga á Suðurpólinn ekki fyrir óvana.
Ásgeir Erlendsson tók viðtal við Gísla Jónsson og félaga hans í Arctic Trucks fyrir Ísland í dag í mars síðastliðnum. Þeir munu fylgja særðum hermönnum á Suðurpólinn í lok ársins í samstarfi við Walking With the Wounded.

Ástæðan fyrir því að þeir voru fengnir til að sjá um þetta umfangsmikla verkefni er sú að þeir taldir vera þeir bestu í heimi þegar kemur að því að fara í flóknar jöklaferðir. Þó er ekki vitað hvort þeir komi til með að fylgja Harry á Suðurpólinn.

Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að horfa á viðtalið við Gísla og félaga í fullri lengd.



Harry einbeittur.
Dominic West á Langjökli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×