"Druslumst" til að taka afstöðu Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 26. júlí 2013 23:45 Við konur erum aldar upp við ýmsar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnugum slóðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki verða of drukknar, ekki kærulausar, ekki daðra eða gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum þá getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum þá kennum við okkur sjálfum okkur um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkennd sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2013 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra og þegar við vitum fullvel að líklegast er að kona sé beitt ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka og ef ekki þá allavega af hendi einhvers sem hún þekkir. Ofbeldi í nánum samböndum snýst um að snúa við raunveruleikanum, afskræma það sem á að vera fallegt; ástina, heimilið, kynlífið og hjónabandið. Það byggir á fáránleika, mótsögnum og misvísandi skilaboðum. Það felur í sér að heggur sá sem hlífa skyldi, orð sem særa og niðurrif sjálfsmyndar. Það snýst um völd. Það snýst um það að á ári hverju flýja hundruð kvenna og barna á Íslandi heimili sín vegna þess að einhver nákominn hefur gert þeim dvöl heima óbærilega. Sumar þeirra leita í Kvennaathvarfið en aðrar eru svo heppnar að eiga ættingja eða vini sem geta skotið yfir þær skjólshúsi. Obeldi í nánum samböndum snýst nefnilega líka um að rífa upp rætur, byggja múra milli fólks, á milli þeirra sem þurfa stuðning og þeirra sem hugsanlega gætu veitt hann. Það snýst um að vera beitt, eða beittur órétti en taka á sig sökina. Það snýst um að vera brotaþoli en bera samt skömmina af brotinu. Viðbrögð samfélagsins og okkar allra við ofbeldi í nánum samböndum eru stundum býsna viðsnúin. Þau snúast oft um að þora ekki að spyrja, kunna ekki við að blanda sér í einkamál annarra, að trúa ekki því sem við heyrum og sjáum. Jafnvel að leita skýringa á ofbeldinu í fari brotaþola. Að líta í aðra átt og þegja þegar við ættum að tala. Þó við ætlum einmitt að segja ekki neitt þá segir þögn okkar ofbeldismanninum að framkoma hans sé ásættanleg. Þögnin segir brotaþolum að þeir verði að bjarga sér sjálfir, að það sé ekki á okkur að treysta. Þetta er hreint ekki það sem okkur finnst en það skiptir ekki öllu máli ef við segjum ekki neitt, við tökum samt afstöðu. Ekki endilega af illum hug eða af samstöðu með ofbeldismönnum heldur kúrum við okkur niður í þægindarammann og skýlum okkur á bak við viðtekin viðhorf. Druslugangan minnir okkur á að ábyrgð kynferðisglæpa liggur ekki hjá brotaþolum. Henni er ætlað að vinna gegn ríkjandi viðhorfum og hrista svolítið upp í okkur. Stundum þurfum við einmitt það, að hrista af okkur viðtekin viðhorf. Minna okkur á að ekki er allt sem sýnist og að oft lýgur almannarómur. „Druslumst“ til að hugsa um það og sjáum hvert það leiðir okkur.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarfDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Við konur erum aldar upp við ýmsar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnugum slóðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki verða of drukknar, ekki kærulausar, ekki daðra eða gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum þá getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum þá kennum við okkur sjálfum okkur um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkennd sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2013 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra og þegar við vitum fullvel að líklegast er að kona sé beitt ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka og ef ekki þá allavega af hendi einhvers sem hún þekkir. Ofbeldi í nánum samböndum snýst um að snúa við raunveruleikanum, afskræma það sem á að vera fallegt; ástina, heimilið, kynlífið og hjónabandið. Það byggir á fáránleika, mótsögnum og misvísandi skilaboðum. Það felur í sér að heggur sá sem hlífa skyldi, orð sem særa og niðurrif sjálfsmyndar. Það snýst um völd. Það snýst um það að á ári hverju flýja hundruð kvenna og barna á Íslandi heimili sín vegna þess að einhver nákominn hefur gert þeim dvöl heima óbærilega. Sumar þeirra leita í Kvennaathvarfið en aðrar eru svo heppnar að eiga ættingja eða vini sem geta skotið yfir þær skjólshúsi. Obeldi í nánum samböndum snýst nefnilega líka um að rífa upp rætur, byggja múra milli fólks, á milli þeirra sem þurfa stuðning og þeirra sem hugsanlega gætu veitt hann. Það snýst um að vera beitt, eða beittur órétti en taka á sig sökina. Það snýst um að vera brotaþoli en bera samt skömmina af brotinu. Viðbrögð samfélagsins og okkar allra við ofbeldi í nánum samböndum eru stundum býsna viðsnúin. Þau snúast oft um að þora ekki að spyrja, kunna ekki við að blanda sér í einkamál annarra, að trúa ekki því sem við heyrum og sjáum. Jafnvel að leita skýringa á ofbeldinu í fari brotaþola. Að líta í aðra átt og þegja þegar við ættum að tala. Þó við ætlum einmitt að segja ekki neitt þá segir þögn okkar ofbeldismanninum að framkoma hans sé ásættanleg. Þögnin segir brotaþolum að þeir verði að bjarga sér sjálfir, að það sé ekki á okkur að treysta. Þetta er hreint ekki það sem okkur finnst en það skiptir ekki öllu máli ef við segjum ekki neitt, við tökum samt afstöðu. Ekki endilega af illum hug eða af samstöðu með ofbeldismönnum heldur kúrum við okkur niður í þægindarammann og skýlum okkur á bak við viðtekin viðhorf. Druslugangan minnir okkur á að ábyrgð kynferðisglæpa liggur ekki hjá brotaþolum. Henni er ætlað að vinna gegn ríkjandi viðhorfum og hrista svolítið upp í okkur. Stundum þurfum við einmitt það, að hrista af okkur viðtekin viðhorf. Minna okkur á að ekki er allt sem sýnist og að oft lýgur almannarómur. „Druslumst“ til að hugsa um það og sjáum hvert það leiðir okkur.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarfDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun