Fótbolti

Allir þrír Íslendingarnir skoruðu í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í baráttunni í kvöld.
Aron í baráttunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Jóhannsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu allir í hollenska ofurbikarnum í kvöld.

Jóhann Berg og Aron komu bikarmeisturum AZ í 2-0 forystu en Ajax minnkaði muninn með sjálfsmarki stuttu eftir mark Arons.

Kolbeinn jafnaði svo metin fyrir Hollandsmeistara Ajax á 75. mínútu og þar við sat að loknum venjulegum leiktíma.

Framlengja þurfti því leikinn og Siim de Jong tryggði Ajax sigurinn á 103. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×