Fótbolti

Barcelona skoraði sjö gegn Vålerenga

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Barcelona fór á kostum þegar að liðið mætti norska liðinu Vålerenga á Ullevall-vellinum í Ósló í kvöld og vann 7-0 sigur. Lionel Messi skoraði eitt markanna.

Barcelona var komið í 3-0 eftir þrettán mínútur með mörkum þeirra Alexis Sanchez, Cristian Tello og Messi. Jonathan Dos Santos bætti svo því fjórða við undir lok fyrri hálfleiks.

Jean Marie Dongou skoraði svo tvívegis snemma í síðari hálfleik áður en Joan Angel Roman innsiglaði sigurinn undir lok leiksins.

Þetta var fyrsti leikur Gerardo Martino sem þjálfari Barcelona en hann tók við af Tito Vilanova fyrr í þessari viku.

Andre Muri, markvörður Vålerenga, sló á létta strengi eftir leikinn í norskum fjölmiðlum. „Það neistaði ekki af honum en það er ekki nokkur vafi á því að hann er efnilegur,“ sagði hann um hinn magnaða Messi. Báðum var skipt af velli í hálfleik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×