Fótbolti

Búið að selja yfir hundrað þúsund miða á mótið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miðasala í Svíþjóð gengur vel.
Miðasala í Svíþjóð gengur vel. Nordicphotos/Getty
Evrópumeistaramótið í knattspyrnu kvenna í Svíþjóð hefst í kvöld með leikjum í A-riðli en íslenska landsliðið hefur leik á móti Noregi á morgun. Það hefur aldrei verið svona mikill áhugi á EM kvenna og einmitt nú en þetta kemur fram á bæði heimasíðu UEFA og heimasíðu KSÍ.

Nú þegar hafa verið seldir meira en hundrað þúsund miðar á leiki mótsins og það er þegar orðið uppselt á opnunarleik Svíþjóðar og Danmerkur í kvöld. Það er því útlit fyrir metsölu á þessu móti en enn á ný eru merki um það að kvennaknattspyrnan í heiminum sé í mikilli sókn.  

Fjölmiðlar hér í Svíþjóð fjalla mjög mikið um EM 2013 og eru myndir frá undirbúningnum á forsíðum flestra blaða og sum þeirra hafa gefið út sérblöð um mótið. Borgirnar eru líka vel merktar mótinu hvort sem það eru flugvellirnir, aðdáendasvæðin eða aðrir opinberir staðir. Sjálfboðaliðar sem starfa við mótið skipta hundruðum og eru hreinlega út um allt.

Umfang sjónvarpsútsendinga hefur jafnframt aldrei verið meira.  Á hverjum einasta leik verða 10 tökuvélar sjónvarps og á sjálfum úrslitaleiknum verða þær 11 talsins.  Leikirnir verða í beinni útsendingu í sjónvarpsstöðum í átta löndum, auk þess sem Eurosport sýnir beint frá keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×