Fótbolti

Vissi ekki hvenær leikurinn byrjaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir. Mynd/Pjetur
„Ha? Ég ætla aðeins að kíkja á þetta svo ég mæti á réttum tíma," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad.

Elísabet var í viðtali í morgþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún meðal annars að ef Íslandi tækist að landa fjórum stigum í leikjunum gegn Noregi og Hollandi þá væri um frábæran árangur að ræða. Þá var hún nokkuð sigurviss fyrir leikinn gegn Noregi í dag.

Viðtalið má heyra í spilaranum að ofan.

Umsjónarmenn þáttarins hlógu hins vegar mikið þegar í ljós kom að Elísabet, sem mun lýsa leik Íslands og Noregs í dag á Rúv, hafði ekki hugmynd um klukkan hvað leikurinn byrjaði. Heimir Karlsson sagði réttilega að leikurinn væri klukkan 16 að íslenskum tíma en Elísabet kom af fjöllum.

„Ég hef alltaf haldið að Ísland væri að spila klukkan hálf tíu að íslenskum tíma og fyrri leikurinn væri klukkan sex. Ég verð að skoða þetta. Ég held að þið séuð að rugla," sagði Elísabet hlæjandi.

Elísabet lá í sólbaði og hlustaði á ljúfa tónlist þegar hún fékk símtalið í morgun. Hún grínaðist með það að hún hefði verið pirruð með að síminn hefði hringt þar sem hún hafði það náðugst í 22 stig hita.

„Ég ætla hvort eð er að sjá báða leikina þannig að það skiptir ekki máli," sagði Elísabet.

Svo allur vafi sé tekinn af þá hefst viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu klukkan 16. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×