Innlent

Borgarráð samþykkir sölu á Magmabréfi

Borgarráð hefur staðfest ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að taka 8,6 milljarða króna tilboði í skuldabréf í eigu fyrirtækisins sem Magma gaf út árið 2009. Fjórir fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar greiddu atkvæði með sölunni. Þrír fulltrúar minnihlutans voru á móti.

Ekki hefur fengist upplýst hver stendur að baki tilboðinu. „Nú hagar því þannig til að það er leynd af fjárhagi þessarar sölu, enda Orkuveitan skráð á markaði, ég get því ekki rætt þetta þannig," segir Haraldur Flosi Eiríksson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, í samtali við Vísi í morgun.

Spurður hvort þetta sé ekki óheppileg staða að útsvarsgreiðendur fái ekki upplýsingar um málið, svarar hann:

„Þetta er það umhverfi sem löggjafinn hefur sett okkur og ég hef ekkert um það að segja í sjálfu sér."

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi tímasetningu sölunnar, en álverð er með því lægsta þessa dagana og vill hann meina að um hálfgerða hraksölu sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×