Fótbolti

Evrópumeistararnir byrja á jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Að loknum tveimur fyrstu keppnisdögunum á EM í Svíþjóð er ljóst að fyrstu fjórum leikjum keppninnar lauk öllum með jafntefli. Í kvöld gerðu Evrópumeistarar Þýskalands og Holland markalaust jafntefli í riðli Íslands.

Leikurinn var þó fjörlegur og bæði lið fengu færi til að skora. Dzsenifier Marozsan komst ein í gegnum hollensku vörnina en skot hennar fór fram hjá.

Nadine Angerer, markvörður Þjóðverja, kom svo sínu liði til bjargar er hún varði frá Manon Melis sem komst í frábært færi í seinni hálfleik.

Öll átta liðin sem hafa spilað til þessa á EM í Svíþjóð eru því með eitt stig hvert en fyrr í dag gerðu Ísland og Noregur 1-1 jafntefli í B-riðli.

Á morgun hefst svo keppni í C-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×