Fótbolti

Keyptur á 50 fótbolta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/getty
Knattspyrnufélagið Universidad de Costa Rica í samnefndu landi hefur gengið frá kaupum á Roger Fallas frá b-deildarliði Puma. Kaupverðið var fimmtíu fótboltar.

Samningur Fallas við Puma var við það að renna út. Íþróttastjóri félagsins samþykkti því að leyfa honum að yfirgefa félagið í skiptum fyrir æfingabúnað.

„Ég bað um fimmtíu fótbolta. Málið er frágengið," sagði Rigoberto Chichilla, íþróttastjóri Puma, í samtali við útvarpsstöð í Kostaríka.

Fjárhagsstaða félaga í næstefstu deild er sögð erfið og nokkur félög sem eiga aðeins fyrir ferðalögum í útileiki en greiða engin laun.

Puma var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í júní. Liðið tapaði hins vegar í umspilsleikjum en andstæðingurinn var einmitt Universidad de Costa Rica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×