Fótbolti

Skoraði tvö í tíu marka sigri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron varð bikarmeistari með AZ á síðustu leiktíð.
Aron varð bikarmeistari með AZ á síðustu leiktíð. Nordicphotos/Getty
Aron Jóhannsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar í 10-0 sigri á neðrideildarliði Steenwijk í æfingaleik í Hollandi í dag.

Eins og tölurnar gefa til kynna var um ójafnan leik að ræða. Eli Babalj, landsliðsmaður Ástrala, skoraði þrennu fyrir gestina.

Babalj og Aron munu að öllum líkindum berjast um framherjastöðuna hjá AZ Alkmaar á næstu leiktíð. Jozy Altidore, markahæsti leikmaður liðsins á liðinni leiktíð, gekk á dögunum í raðir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×