Fótbolti

Jói yrði nú ekki ánægður með þetta

Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar
Elísa og Rakel reyna að laga grasið.
Elísa og Rakel reyna að laga grasið. Mynd/ÓskarÓ
Upphitun íslenska landsliðsins á æfingu sinni á keppnisvellinum í Vaxjö í kvöld fengi örugglega margan vallarstjórann til að reita hár sitt. Íslensku stelpurnar tóku þá spretti á milli stanga sem þjálfarar liðsins hefði fest í grasverðinum. Stelpurnar fóru margar ferðir og "merktu" vel völlinn.

Þegar sprettirnir voru búnir þá sá greinilega á grasinu á vellinum. Tveir leikmenn íslenska liðsins reyndu að laga það sem þær gátu en þetta voru þær Elísa Viðarsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Það dugði hinsvegar skammt enda sárið vel greinilegt.

Margrét Lára Viðarsdóttir kom reyndar með athugsemd í miðri æfingu og sagði að Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvellinum, hefði viljað fær stangirnar til þess að minnka álagið á grasið. Þjálfarnir Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson vildu hinsvegar ekkert hlusta á það.

Það vissu samt allir, bæði blaðamennirnir í stúkunni sem og stelpurnar sjálfar að Jói vallarstjóri hefði látið þær færa stangirnar ef að þessi æfing hefði farið fram á Laugardalsvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×