Innlent

Rokk um land allt

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Af nógu var að taka í tónlistar og listalífinu um helgina.
Af nógu var að taka í tónlistar og listalífinu um helgina.
Rokktónlistarhátíðin Eistnaflug var haldin á Neskaupsstað um helgina. Þá fóru margar sumarhátíðir og skemmtanir fram um land allt.

Eistnaflug hófst á fimmtudag, en samkvæmt lögreglunni á Eskifirði gekk helgin vel og var allt tónleika – og skemmtanahald til fyrirmyndar. Að sögn Stefáns Magnússonar, aðalskipuleggjenda hátíðarinnar, hafa aldrei fleiri tekið þátt í hátíðinni. Hátt í 2000 manns lögðu leið sína á Eistnaflug í ár, en veðrið lék heldur betur við hátíðargesti fyrir austan.

Tónlistar – og menningarhátíðin Pólar var haldin í fyrsta sinn á Stöðvarfirði yfir helgina og gekk vel. Haldin voru listanámskeið af ýmsum toga og fólk naut lífsins í veðurblíðunni.

Brygguhátið var haldin á Stokkseyri í rigningu og roki. Stemmning var þó góð á staðnum en mesta athygli vakti þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og sýndi listir sínar. Kveikt var í brennu og boðið var upp á lifandi tónlist.

Þá fór raftónlistarhátíðin Extreme Chill undir jökli fram á Hellissandi á Snæfellsnesi í fjórða sinn. Þar var veður fremur blautt en tónleikagestir létu það ekki á sig fá, enda fór stærstu hluti dagskrárinnar fram innandyra.

Gleðin var við völd á Eistnaflugi.MYND/EISTNAFLUG
Rokkarar bregða á leik á Neskaupsstað þar sem veðrið lék við hátíðargesti um helgina.
Fallegt um að litast á Stöðvarfirði, en þar fór Pólar fram.MYND/PÓLAR
Fólk kældi sig niður í sjónum eftir dans og tónleikahald.MYND/PÓLAR
Kalt og blautt var á Snæfellsnesi um helgina, en þar fór raftónlistarhátíðin Extreme Chill fram.MYND/ERNIR
Hljómsveitin Samaris var meðal þeira sem komu fram á Extreme Chill.MYND/ERNIR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×