Innlent

Hæddist að nöfnum flugmannanna

Kristján Hjálmarsson skrifar
Neminn kallaði flugmennina "Something Wrong" og "We Too Low".
Neminn kallaði flugmennina "Something Wrong" og "We Too Low".
Forsvarsmenn flugfélagsins Asiana Airlines íhuga nú að fara í meiðyrðamál við sjónvarpsstöð í Oakland vegna móðgandi ummæla sem nemi hjá rannsóknarnefnd um öryggi í samgöngumálum í Bandaríkjunum lét falla eftir flugslysið í San Francisco þann 6. júlí þar sem þrír létu lífið og yfir 180 slösuðust.

Í sjónvarpsviðtali við KTVU-sjónvarpssöðina sagði neminn að flugmenn vélarinnar hétu asískum nöfnum, sem hljóma á ensku,  eins og "Something Wrong" (ísl: eitthvað fór úrskeiðis) og "We Too Low" (ísl:við förum of lágt.)

Forsvarsmenn Asiana Airlains segja að orðspor fyrirtækisins hafi beðið hnekki vegna viðtalsins og íhuga nú að fara í meiðyrðamál við KTVU og nefndina.

Myndband af flugslysinu má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×