Fótbolti

Sara Björk enn spjaldalaus þrátt fyrir að brjóta oftast af sér

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir er búin að láta finna fyrir sér í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins á Evrópumóti kvenna í Svíþjóð. Engin leikmaður er búin að brjóta oftar af sér.

Sara Björk er búin að fá dæmdar á sig átta aukaspyrnur í leikjunum tveimur en það góða við þessa tölfræði er að hún hefur sloppið við það að fá gult spjald. Sara Björk fékk reyndar tiltal við fyrsta alvöru brot sitt á móti Þjóðverjum í gær en gula spjaldið fór aldrei á loft.

Sú sem kemur næst Söru í brotum á EM til þessa er þýski leikmaðurinn Jennifer Cramer sem er ekki með alveg eins góða tölfræði. Jennifer Cramer hefur brotið sex sinnum af sér og er þegar komin með tvö gul spjöld. Cramer er því í leikbanni í síðasta leik Þjóðverja í riðlinum.

Hólmfríður Magnúsdóttir (4 brot) og Katrín Jónsdóttir hafa fengið einu gulu spjöld íslenska liðsins í mótinu til þessa en Katrín hefur reyndar aðeins fengið dæmdar á sig tvær aukaspyrnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×