Fótbolti

Guðný Björk tók í harmonikkuna í Svíþjóð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðný Björk í fullu fjöri út í Svíþjóð.
Guðný Björk í fullu fjöri út í Svíþjóð. Mynd / fésbókarsíða íslenska kvennalandsliðsins.
Guðný Björk Óðinsdóttir, landsliðskona, tók þátt í skemmtilegri uppákomu í Vaxjö í Svíþjóð en leikmaðurinn brá á það ráð að taka nokkur lög á harmonikkuna.

Landsliðið var á göngu um bæinn þegar þær rákust á götuspilara en Guðný fékk hljóðfærið lánað og tók þrjú lög á meðan hljóðfæraleikarinn fékk sér eina sígarettu.

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu þessa dagana en liðið hefur gert eitt jafntefli við Noreg og tapað einum leik gegn Þjóðverjum á mótinu.

Ísland mætir Hollendingum á miðvikudaginn og þarf liðið sigur í leiknum til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×