Fótbolti

Happadrætti UEFA gæti ráðið örlögum íslensku stelpnanna á EM

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Mynd/ÓskarÓ
Það gæti farið svo að UEFA þurfi að draga um það á fimmtudagskvöldið hvaða tvær þjóðir komast áfram í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð af þeim þremur sem enda í þriðja sæti riðlanna þriggja.

Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram ásamt þeim tveimur liðum sem ná bestum árangri í þriðja sæti riðlanna þriggja.

Innbyrðisleikir og markatala munu ráða því í hvaða sæti liðin enda í riðlunum sjálfum en aðeins stig munu skera út um hvaða tvö lið eru efst af þeim sem enduðu í þriðja sæti síns riðils.

Þetta þýðir það að ef tvö eða þrjú lið í þriðja sæti síns riðils fá jafnmörg stig þá mun góð eða slæm markatala ekki ráða því hvaða tvö lið komast áfram. Happadrætti UEFA á fimmtudagskvöldið mun þá ráða örlögum liðanna í þriðja sætinu.

Íslenska liðið er í baráttu um bæði 2. og 3. sæti í B-riðlinum og gæti því endað í pottinum verði allt jafnt eftir að keppni í C-riðli lýkur á fimmtudagskvöldið.

Það eina sem íslensku stelpurnar geta samt gert núna er að sjá til þess að þær vinni Holland á morgun og tryggja með því að þær endi annaðhvort í öðru eða þriðja sætinu í sínum riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×