Fótbolti

Norðmenn vinna B-riðil eftir sigur á Þjóðverjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Norðmenn fagna marki sínu í dag.
Norðmenn fagna marki sínu í dag. mynd / getty images
Norðmenn unnu magnaðan sigur á Þjóðverjum í lokaleik B-riðils á Evrópumótinu í Svíþjóð en leikurinn endaði 1-0.

Ingvild Isaksen skoraði eina mark leiksins þegar ein mínúta var komin framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleiknum.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og hafnar Noregur því í efsta sæti riðilsins með sjö stig, þremur stigum á undan Þýskalandi og Íslendingum sem fara einnig áfram í 8-liða úrslitin.

Fyrsta tap Þjóðverja í heil tuttugu ár á lokamóti Evrópukeppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×