Fótbolti

Stelpurnar fögnuðu sem óðar væru

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í dag frækinn sigur á Hollendingum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð. Fögnuður stelpnanna var að vonum mikill í leikslok.

Þegar rúmenski dómarinn flautaði til leiksloka brutust út mikil fagnaðarlæti og náði Óskar Ófeigur Jónsson, íþróttafréttmaður Fréttablaðsins og Vísis, þessum myndum af stelpunum fagna. Frábær sigur var í höfn og sæti í átta liða úrslitum tryggt.

Á morgun kemur í ljós hver andstæðingur Íslands í átta liða úrslitunum verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×