Sálarmorð og eineltisviðbjóður vinstri haturshjarðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2013 09:33 Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, virðist eiga ýmislegt óuppgert miðað við pistil á athugasemdakerfi Eyjunnar. „Hvílíkur álitsgjafi, Þorbjörn Broddason, sem sér allt með rauðum gleraugum. Morgunblaðið er mun vandaðri fjölmiðill en aftökupallurinn rúv er fyrir dómstól götunnar og vinstri haturshjörðina, sem einangrar alla umræðu á þessari síðu eins og á rúv,“ skrifar Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri. Hann stingur óvænt niður penna í athugsemdakerfi Eyjunnar sem hefur gert sér nokkurn mat úr grein sem Hallur Hallsson skrifaði um fréttastofu RÚV, sem Hallur vill meina að sé áróðursmiðill vinstri aflanna. Eyjan greinir frá því að Þorbjörn Broddason rísi upp til varnar Ríkisútvarpinu, sem telur Morgunblaðið jaðarfyrirbæri eftir að það komst í eigu útvegsmanna og réði Davíð Oddsson sem ritstjóra. Þetta virðist hafa kveikt í Ólafi sem dregur hvergi af sér: „Sori og persónuníð er sérgrein ykkar vinstri manna en ekki Morgunblaðsins. Og þið ýmist hirðið ekki um rök eða lesið ekki Morgunblaðið! Sem þið líkið við sovéska glæpamiðla! Um eineltisviðbjóðinn gegn mér á sínum tíma vitnar allt sem sagt var um persónu mína og beindist gegn mér og ástvinum mínum á rúv og á ykkar ágætu vinstri smugum og eyjum, sem minna mig fremur á trúarhóp en málefnalega umræðu.“Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson.Kastljósmenn fá það óþvegið Og borgarstjórinn fyrrverandi heldur áfram, og virðist eiga óuppgerðar sakir við Kastljósmenn: „Ég hef t.d. skoðað Kastljóssþætti úr borgarstjóratíð minni og blöskrar hve ómálefnalegir þeir félagar Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson voru og kölluðu þeir m.a. álitsgjafa um líferni mitt og einkalíf í þátt til sín til að ata mig sora með skipulegum hætti. Það er gróft brot á öllu sem getur varðað leikreglur ríkisfjölmiðils.“Ofbeldi og sálarmorð Og Ólafur lýkur pistli sínum til varnar Davíð Oddssyni, þá á almennum nótum um óþverraskap vinstri manna: „Það er gott að þjappa sér saman í sælu sjálfsblekkingarinnar, eins og hatursáróður ykkar gegn Morgunblaðinu og Davíð Oddssyni vitnar um. Verkin tala og þau afhjúpa þá staðreynd að það eru fyrst og fremst vinstri menn utan sem innan rúv, sem stunda skipuleg sálarmorð á þeim borgaralegu einstaklingum sem vilja ekki samsama sér með soranum. Eða láta undan ofbeldi ykkar vinstri manna.“ Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Hvílíkur álitsgjafi, Þorbjörn Broddason, sem sér allt með rauðum gleraugum. Morgunblaðið er mun vandaðri fjölmiðill en aftökupallurinn rúv er fyrir dómstól götunnar og vinstri haturshjörðina, sem einangrar alla umræðu á þessari síðu eins og á rúv,“ skrifar Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri. Hann stingur óvænt niður penna í athugsemdakerfi Eyjunnar sem hefur gert sér nokkurn mat úr grein sem Hallur Hallsson skrifaði um fréttastofu RÚV, sem Hallur vill meina að sé áróðursmiðill vinstri aflanna. Eyjan greinir frá því að Þorbjörn Broddason rísi upp til varnar Ríkisútvarpinu, sem telur Morgunblaðið jaðarfyrirbæri eftir að það komst í eigu útvegsmanna og réði Davíð Oddsson sem ritstjóra. Þetta virðist hafa kveikt í Ólafi sem dregur hvergi af sér: „Sori og persónuníð er sérgrein ykkar vinstri manna en ekki Morgunblaðsins. Og þið ýmist hirðið ekki um rök eða lesið ekki Morgunblaðið! Sem þið líkið við sovéska glæpamiðla! Um eineltisviðbjóðinn gegn mér á sínum tíma vitnar allt sem sagt var um persónu mína og beindist gegn mér og ástvinum mínum á rúv og á ykkar ágætu vinstri smugum og eyjum, sem minna mig fremur á trúarhóp en málefnalega umræðu.“Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson.Kastljósmenn fá það óþvegið Og borgarstjórinn fyrrverandi heldur áfram, og virðist eiga óuppgerðar sakir við Kastljósmenn: „Ég hef t.d. skoðað Kastljóssþætti úr borgarstjóratíð minni og blöskrar hve ómálefnalegir þeir félagar Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson voru og kölluðu þeir m.a. álitsgjafa um líferni mitt og einkalíf í þátt til sín til að ata mig sora með skipulegum hætti. Það er gróft brot á öllu sem getur varðað leikreglur ríkisfjölmiðils.“Ofbeldi og sálarmorð Og Ólafur lýkur pistli sínum til varnar Davíð Oddssyni, þá á almennum nótum um óþverraskap vinstri manna: „Það er gott að þjappa sér saman í sælu sjálfsblekkingarinnar, eins og hatursáróður ykkar gegn Morgunblaðinu og Davíð Oddssyni vitnar um. Verkin tala og þau afhjúpa þá staðreynd að það eru fyrst og fremst vinstri menn utan sem innan rúv, sem stunda skipuleg sálarmorð á þeim borgaralegu einstaklingum sem vilja ekki samsama sér með soranum. Eða láta undan ofbeldi ykkar vinstri manna.“
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira