Innlent

Ákærð fyrir að stinga sjötugan eiginmann sinn í magann

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Tæplega sextug kona hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hún er sökuð um að hafa  stungið sjötugan eiginmann sinn þrisvar sinnum í kviðinn með hníf sem var með 26 sentímetra löngu hnífsblaði.

Maðurinn hlaut tvö stungusár vinstra megin á kvið og eitt á framanverðan kvið, auk þess að hafa veitt honum skurðsár á vinstri framhandlegg.

Atvikið átti sér stað í Kópavogi í september árið 2011. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en málinu var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×