"Ég vil alla vega ekki að dóttir mín leiki sér með svona!" Hrund Þórsdóttir skrifar 1. júlí 2013 19:00 Myndum af mygluðu baðdóti hefur verið dreift á samfélagsmiðlum síðustu daga og hafa margir íslenskir foreldrar prófað að klippa í sundur dót barna sinna til að kanna ástandið á því. Guðbjörg Snorradóttir er í þeim hópi og hér má sjá það sem blasti við henni. „Mér brá eiginlega dálítið. Maður vill ekki að börnin séu að leika sér með dót sem er myglað og ég fékk pínu svona á tilfinninguna: „Vá, hvað ég er léleg mamma!“,“ segir Guðbjörg. Eftir að Guðbjörg birti myndina á netinu höfðu aðrir foreldrar samband við hana og höfðu sömu sögu að segja. „Mygla er náttúrulega alltaf hættuleg og mygla í húsum hefur til dæmis verið í umræðunni. Börn eru að sprauta upp í sig vatni og svona í baðinu og ég vil alla vega ekki að dóttir mín leiki sér með svona,“ segir hún. Guðbjörg henti dóti dóttur sinnar eins og fleiri en Micael Clausen, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum barna, telur að það sé óþarfi. Eðlilegt sé að mygla myndist vegna rakans í leikföngunum og hita á baðherbergjum. „Það er náttúrulega mjög víða mygla og þetta er eitthvað sem við eigum bara að hreinsa í burtu og passa að komi ekki, þetta er kannski frekar ógeðfellt,“ segir Micael. Hann mælir með að leikföngin séu tæmd af vatni, því fái þau að þorna eigi mygla ekki að myndast. Geri hún það engu að síður sé hægt að þrífa dótið til dæmis með klór eða ediki. Hann mælir með að dótið sé endurnýjað reglulega en bendir á að mygla geti einnig myndast í öðrum leikföngum, svo sem melódíkum sem börn blási í. Hann telur þó litlar líkur á að myglan geti valdið veikindum. „Ég held að það sé afar ósennilegt, ekki frekar en camembert ostur eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Micael. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Myndum af mygluðu baðdóti hefur verið dreift á samfélagsmiðlum síðustu daga og hafa margir íslenskir foreldrar prófað að klippa í sundur dót barna sinna til að kanna ástandið á því. Guðbjörg Snorradóttir er í þeim hópi og hér má sjá það sem blasti við henni. „Mér brá eiginlega dálítið. Maður vill ekki að börnin séu að leika sér með dót sem er myglað og ég fékk pínu svona á tilfinninguna: „Vá, hvað ég er léleg mamma!“,“ segir Guðbjörg. Eftir að Guðbjörg birti myndina á netinu höfðu aðrir foreldrar samband við hana og höfðu sömu sögu að segja. „Mygla er náttúrulega alltaf hættuleg og mygla í húsum hefur til dæmis verið í umræðunni. Börn eru að sprauta upp í sig vatni og svona í baðinu og ég vil alla vega ekki að dóttir mín leiki sér með svona,“ segir hún. Guðbjörg henti dóti dóttur sinnar eins og fleiri en Micael Clausen, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum barna, telur að það sé óþarfi. Eðlilegt sé að mygla myndist vegna rakans í leikföngunum og hita á baðherbergjum. „Það er náttúrulega mjög víða mygla og þetta er eitthvað sem við eigum bara að hreinsa í burtu og passa að komi ekki, þetta er kannski frekar ógeðfellt,“ segir Micael. Hann mælir með að leikföngin séu tæmd af vatni, því fái þau að þorna eigi mygla ekki að myndast. Geri hún það engu að síður sé hægt að þrífa dótið til dæmis með klór eða ediki. Hann mælir með að dótið sé endurnýjað reglulega en bendir á að mygla geti einnig myndast í öðrum leikföngum, svo sem melódíkum sem börn blási í. Hann telur þó litlar líkur á að myglan geti valdið veikindum. „Ég held að það sé afar ósennilegt, ekki frekar en camembert ostur eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Micael.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira